Stúlkurnar í 6. flokki tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í dag.
Sýndu þær góðar frammistöður og skemmtu sér konunglega.
Fyrr í vetur fóru þær á Goðamótið á Akureyri og má með sanni segja að þær sæki knattspyrnunmótin landshornanna á milli.
Þær hafa verið duglegar að æfa í vetur og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Í næstu viku hefjast morgunæfingar fyrir 3.-4. flokk hjá knattspyrnudeild Vestra.
Um er að ræða aukaæfingar fyrir metnaðarfulla leikmenn. Æft verður eftir æfinga og keppnisáætlun knattspyrnudeildar Vestra og munu æfingarnar m.a. hjálpa leikmönnum að bæta færni, taktískan skilning, huglægan styrk o.frv.
Æfingarnar fara fram kl. 06.15.-07.15 og er morgunmatur eftir hverja æfingu.
Þjálfarar á námskeiðinu eru Heiðar Birnir yfirþjálfari yngri flokka og Vignir Snær aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Skráning er hafin og fer hún fram í Sportabler eða á netfanginu heidarbirnir@vestri.is
ÁFRAM VESTRI
NánarDrengir í 6.-7. flokki tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ sem fram fór um sl helgi. Um er að ræða dagsmót og tóku alls 4 lið frá Vestra þátt í mótinu. 7. flokkur(drengir f. 2017-2018) spiluðu á laugardeginum og 6. flokkur(drengir fæddir 2015-2016) á sunnudeginum(í gær). Öll liðin sýndu flottar frammistöður og skemmtu sér mjög vel.
26.-27. apríl fara svo stúlkurnar í 6.-7. flokki og reyndar einnig drengir og stúlkur úr 8. flokki(leikskólaaldur) á sama mót.
ÁFRAM VESTRI
NánarKnattspyrnudeild Vestra heldur námskeið í páskavikunni(dymbilvikunni) á Kerecisvellinum á Ísafirði.
Námskeiðið er fyrir öll börn fædd 2011-2018. Um er að ræða námskeið með einstaklingsmiðuðum æfingum og leikæfingum í smáum hópum. Æfingarnar eru tvær á dag, 75 mín í hvert skipti, samtals 6 æfingar fyrir hvern og einn iðkanda.
ÞJÁLFUNARMARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS
Þjálfa færni og sköpunargleði hjá iðkendum.
Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og í leik.
Þjálfa góðan íþróttaanda og virðingu innan og utan vallar.
Virða sigur en ekki meira en gott hugarfar og frammistöðu.
Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmakmiðunum.
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler
Einnig er hægt að skrá iðkendur á námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið heidarbirnir@vestri.is
Verð kr. 15.000,-
Yfirþjálfari verður Heiðar Birnir og munu aðrir þjálfarar koma frá knattspyrnudeild Vestra.
Nánar
Þrír flokkar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra fóru í æfingaferð á höfuðborgarsvæðið um sl helgi. Um var að ræða 4. flokk stúlkna og 5. flokk drengja og stúlkna.
Æft var og spilaðir æfingaleikir á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi. Samstarf Vestra og Breiðabliks hefur verið alveg einstakt um árabil og var þessi ferð hluti af því samstarfi. Þökkum við Blikum kærlega fyrir öll liðlegheit í okkar garð.
Í ferðinni fengu iðkendur einnig fyrirlestra og einnig voru haldnir ýmsir liðsfundir.
Hópurinn gisti og snæddi á Hótel Cabin og um allan akstur sáu West Travel.
Er þetta í þriðja skipti á tæpu ári sem samskonar ferð er farin með lið frá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra. Svipað skipulag hefur verið í öll skiptin og hafa West Travel séð um allan akstur og kunnum við þeim og Adrian bílsstjóra okkar bestu þakkir fyrir frábært samstarf.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Knattspyrnudeild Vestra boðar til aðalfundar miðvikudaginn 09. apríl klukkan 20:00.
Fundurinn verður haldinn á annarri hæð í Vallarhúsinu á Torfnesi og á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
Allt áhugafólk um knattspyrnu á svæðinu er að sjálfsögðu hvatt til að mæta.
Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á miðnætti 02. apríl, framboðum skal skila til formanns félagsins, Svavar Þór Guðmundssonar á svavarthor@gmail.com
NánarBæjarstjórn samþykkti á dögunum að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk í grunnskóla, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ.
Foreldrar eiga því að geta farið inn á Abler þegar greiða á æfingargjöld og valið að ráðstafa frístundastyrk Ísafjarðarbæjar upp í gjöldin.
Markmið styrksins er að tryggja jöfnuð, auka fjölbreytni í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og styðja við þroska barna og unglinga. Einnig að hvetja til meiri hreyfingar, félagslegra samskipta og hjálpa til við að koma í veg fyrir að börn og unglingar hætti í tómstundum.
ÁFRAM VESTRI
NánarÍ síðustu viku komu í heimsókn á æfingasvæði knattspyrnudeildar Vestra á Torfnesi sannarlega góðir gestir.
Það voru þau Margrét Magnúsdóttir og Ómar Ingi Guðmundsson yfirmenn í Hæfileikamótun N1 og KSÍ.
Héldu þau fyrirlestur og æfingu fyrir 34 leikmenn f. 2010,2011 og 2012. Fyrir utan að koma frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað voru einnig leikmenn frá Hólmavík, Drangsnesi, Súðavík og Patreksfirði. Allt leikmenn Vestra.
Ráðgert er að heimsókn Hæfileikamótunar N1 og KSÍ verði héðan í frá árlegur viðburður og er það sannarlega vel.
ÁFRAM VESTRI
NánarMargrét Magnúsdóttir yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, hefur valið Freyju Rún Atladóttur leikmann Vestra til þátttöku í Hæfileikamóti sem fram fer í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ dagana 26.-28. mars nk.
Við óskum Freyju Rún(fædd 2011) innilega til hamingju með valið, og er hún sannarlega vel að þessu komin.
ÁFRAM VESTRI
Nánar